3000 from LENDING by Benni Hemm Hemm
Tracklist
| 8. | 3000 | 3:40 |
Lyrics
3000
Andlitið þitt er eins og hrúga af berjum (rauð blá)
það lyktar af manni, en ég veit ekki hverjum
Handarbakið er eins og óskrifað blað
ég ætla að skrifa eitthvað á það
ég ætla að skrifa eitthvað á það
en ég veit ekki hvað
Augun þín eru eins og gamalt naglalakk
það bítur ekkert á þau nema aseton,
það bítur ekkert á þau nema asetón og nautahakk
og nautahakk
Tennurnar og neglurnar eru í sama lit
(gular eins og fölnað sólblóm)
það sem eftir er af hárinu er fagurhvítt
Þú veist hvar ég er
þú veist hvaðan ég kem
Þú hefur aldrei farið í sturtu eða bað
þú hefur meiraðsegja aldrei spurt neinn útí það
Þú hefur aldrei spurt neinn útí það
hvernig það virkar að fara í bað
Röddin þín er skerandi og ísköld
(sker sig inní hlustina eins og hjólsög)
og það sem þú segir
er eins og gömul æla í gólfteppi
Í búðinni biðurðu um smjör og sólarvörn
sykur, matarolíu, slátur og korn
Þú ert með horn og líkþorn,
Þú ert með horn og líkþorn
Allt í þínu lífi mun fara á versta veg
(miklu verr en þú getur ímyndað þér)
í næsta lífi verður þjáning þín óbærileg
Þú veist hvar ég er
þú veist hvaðan ég kem
Credits
Music & Words by Benedikt H. Hermannsson
Performed by Benni Hemm Hemm
Lorna Gilfedder, Vocals
Tumi Árnason, Saxophone
Ingi Garðar Erlendsson, Trombone
Benedikt H. Hermannsson, Piano, Vocals, Percussion, Drums, Bass








