🔗 ⚙️

Villt fræ by Myrkvi

Tracklist
1.Villt fræ3:25
Lyrics

Í jörðu liggja fræ
Sem komast aldrei nær
Teygja sig og þrá
En skýin eru alltaf grá
Öðrum liggur á
Svo ég skal bara bíða og sjá

Mig dreymdi um
Að rynni upp stund

Ég óx úr jörð
Og sá til sólar
Og hún sá til mín
Svo ylur barst ræturnar í

Krækja saman fótum
Skjóta niður rótum
Ég vaknaði til lífs
Þó vitin gæfu aðra sýn
Dauðinn sækir þig
En þú ert sá sem sækir mig

Mig dreymdi um
Að rynni upp stund

Ég óx úr jörð
Og sá til sólar
Og hún sá til mín
Svo ylur barst ræturnar í

Kominn, ég er kominn
Kominn, já ég er kominn

Ég óx úr jörð
Og ég leitaði
Og leitaði og leitaði
En fann hvergi ljós

Credits
released May 27, 2022
Song and lyrics: Magnús Örn Thorlacius
Vocals, guitar, violin and pedal steel: Magnús Örn Thorlacius
Producer: Arnór Sigurðarson
Mastering engineer: Brian Lucey
LicenseAll rights reserved.
Tags
Recommendations