Hvenær? from í hringi by Woolly Kind
Tracklist
8. | Hvenær? | 10:10 |
Lyrics
ég hélt ég yrði hættur að hugsa
en tíminn sem hefur liðið, er of mikill
en ég get ekki annað en vonað
eftir einhverju sem ég veit ekki hvort myndi virka
ég kann ekki að halda áfram
og hætta að hugsa (um þig)
mig langar að tala um það
en mér finnst vera of langt liðið
og ég veit ekki hvað ég get gert
kannski sendi ég þér eitthvað
eða tala við þig einhverntíman
ég vil að þú vitir að ég vil samt mjög mikið
vera vinur þinn
því þú lætur mér líða svo ótrúlega vel
því mér líður ekki alltaf svo vel
ef ég myndi bara tala við einhvern um það
gæti ég kannski haldið áfram?
og hætt að hugsa svona mikið
(pt. 2)
ég vil þér ekkert illt
ég vona að það er nógu skýrt
mér finnst þetta vera fáránlegt
því já ég vildi þig
ég vona að ég lærði eitthvað af þessu
en ég veit ekki hvort ég hef lært neinn skapaðann hlut
og mér líður eins og ég hef ekki gert neitt í að vera vinur
við eigum svo margt sameiginlegt
en samt er svo margt sem er ólíkt við okkur tvö
við gætum hjálpað hvort öðru
með það sem okkur vantar
(pt. 3)
hvað get ég gert?
hvað get ég gert?
hvað get ég gert?
hvað langar mig að gera?
hvað get ég gert?
ég veit ekki neitt hvað ég á að gera!
hvenær?
hvenær geri það sem ég hefði átt að gera fyrir fokking löngu?
hvenær?
hvenær?
hvenær fyrirgef ég sjálfum mér?